________________________

 
________________________

SENDU OKKUR
ÞITT SJÓNARMIÐ
Á
vika43@vika43.is

Vika 43 – forvarnavikan 2016

Rafrettur og unga fólkið

Verum vakandi

Vika 43 er árlegt samstarfsverkefni FRÆ og SAFF (Samstarfs félagasamtaka í forvörnum. Rúmlega 20 félagasamtök eiga aðild að því.) frá árinu 2004. Markmiðið er m.a. að varpa ljósi á forvarnastarf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka og vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum. Í Viku 43 hefur sjónum einkum verið beint til foreldra og annarra uppalenda, hlutverks þeirra og ábyrgðar.

Stöndum vörð um góðan árangur í tóbaksvörnum meðal barna og ungmenna

Í ár verður sjónum beint að aukinni notkun ungmenna á svokölluðum rafettum. Nýjar kannanir sýna að rúmlega 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur. Góður árangur hefur náðst hér á landi í að ná niður tóbaksreykingum ungmenna þannig að vakið hefur heimsathygli. Þess vegna er það áhyggjuefni að notkun á rafrettum skuli á stuttum tíma hafa náð svona mikilli útbreiðslu meðal unga fólksins. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við. Vakin verður athygli á þessu í Viku 43 með fræðslu og upplýsingum og stjórnvöld verða hvött til þess að setja reglur sem tryggi að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafrett­um.

 

Vika 43 stendur yfir dagana 24. - 30. október. Haldinn verður kynningar- og fræðslufundur um verkefnið þegar það hefst og honum fylgt eftir með fræðslufundum utan höfuðborgarsvæðisins. Gerður verður stuttur fræðsluþáttur um rafrettur, eiginleika þeirra og mögulega skaðsemi. Þessi þáttur verður notaður á fræðslufundunum.

 

Efni síðunnar er í vinnslu.