________________________

 


________________________

SENDU OKKUR
ÞITT SJÓNARMIÐ
Á
vika43@vika43.is

Vika 43 2015

 

LÍKAR ÞÉR VIÐ ÞIG?
Árleg forvarnavika er haldin í vika 43, sem núna er dagana 18. - 25. október, þar sem vakin er athygli landsmanna á mikilvægi forvarna gagnvart börnum og unglingum og með hvaða hætti hver og einn geti lagt sitt af mörkum.

Í ár munu þessi 25 félagasamtök vekja athygli á mikilvægi þess að allir hjálpist að við að styrkja jákvæða sjálfsmynd fólks á öllum aldri; í vinnunni, í fjölmiðlum, í skólanum og heima við, áður en þú biður um „like“ frá öðrum hver er „skoðun þín á þér?“, hvar mótast sjálfsmyndin og hvað hefur mestu áhrif?  Í vikunni verður höfðað til þeirra fjölmörgu sem hafa möguleika á að „skapa börnum og ungmennm forsendur til mótunar jákvæðrar sjálfsmyndar“.

DAGSKRÁ OG VIÐBURÐIR


OPNUN VIKU 43
Föstudaginn 16. október verður opnun verkefnisins í húsakynnum UMFÍ í Sigtúni 42 en þar til húsa eru einnig FRÆ og Samstarfsráð félagasamtaka í forvörnum SAFF. Þar verður sagt frá verkefninu og yfirlýsing Viku 43 birt en textinn úr henni verður sendur út til fjölmiðla í vikunni.

SÝNILEIKI Í FJÖLMIÐLUM
Vika 43 verður sýnileg með ýmsum hætti í net- og fjölmiðlum vikuna 19. - 25. október og merki vikunnar birtast um milljón sinnum á tölvuskjám landsmanna.  Fyrirtæki og einstaklingar sem leggja verkefninu lið munu koma þessu málefni til skila en textinn í yfirlýsingunni gefur tóninn í því sem Vika 43 leggur áherslu á: „stöndum með börnum okkar - styrkjum sjálfsmynd þeirra - leyfum þeim að líka vel við sig“. 

SJÓNVARPSÞÁTTUR Á HRINGBRAUT
Mánudaginn 19. okóber verður fjallað um málefni Viku 43 í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.  Þættirnir Heilsa eru í umjón Gigju Þórðardóttur en hún mun fjalla um þema Viku 43 og m.a. ræða við Hrefnu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra Heimilis og skóla um mikilvægi þess að móta jákvæða sjálfsmynd meðal barna og unglinga.

YFIRLÝSING VIKU 43
Þriðjudaginn 20. október mun félags- og húsnæðismálaráðherra Eygló Harðardóttir síðan fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands taka við innrammaðri yfirlýsingu þeirra 25 félagasamtaka sem standa að Viku 43.  

MÁLÞING UM SJÁLFSMYND OG FORVARNIR
Í samstarfi við Náum áttum fræðsluhópinn verður morgunverðarfundur Viku 43 tileinkaður þema vikunnar; sjálfsmynd og forvarnir.  Fundurinn verður miðvikudaginn 21. október og geta allir áhugasamnir skráð sig til þátttöku á heimasíðu Náum áttum en hér má sjá dagskrá fundarins PDF.


Fréttir af viðburðum HÉR